20.12.1935
Neðri deild: 104. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2326 í B-deild Alþingistíðinda. (3331)

199. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Bergur Jónsson):

Eins og sest á nál. á þskj. 913, varð samkomulag um þetta mál í allshn. og milli þeirra þriggja höfuðflokka þingsins, sem sæti eiga í n. Leggur n. til, að þetta frv. verði samþ. eins og hv. Ed. hefir gengið frá því, en þó með nokkrum brtt., sem fluttar eru á þskj. 914.

Það er óþarft að fara mikið út í þetta mál hér, þar sem það er búið að ganga gegnum þrjár umr. í hv. Ed. og bar hafa verið gerðar talsverðar breyt. á því. Aðalatriðið í þessu máli er, eins og kunnugt er, að veita á bæði bæjar- og sveitarfélögum hjálp til þess að koma fjárhag sínum í betra horf með því að verja til þess handhafaskuldabréfum Kreppulánasjóðs, sem áætluð eru í kringum 1 millj. kr. til sveitarfélaganna, en hinsvegar er gert ráð fyrir sérstökum flokki handhafaskuldabréfa, að upphæð 11/2 millj. kr. handa bæjarfélögunum. Hefir þetta verið gert með viðauka við kreppulána1ögin, og hefir verið farið eftir þeim reglum, sem þar gilda, en þó hefir verið vikið frá þeim. eftir því sem þörf hefir krafið, vegna þess að hér er um hjálp til sveitar- og bæjarfélaga að ræða, en í hinum lögunum hjálp til einstaklinga.

N. er sammála um að leggja til, að brtt. hv. þm. Hafnf. á þskj. 878 verði samþ. Brtt. þær, sem n. flytur á þskj. 914, eru aðallega um þrjú atriði, og eru þær fluttar að nokkru leyti eftir ósk bankastjóra Landsbankans, sem n. átti tal við. Til þess að gera hættuna fyrir bankann minni af því að þurfa að taka þessi bréf, er í fyrsta lagi lagt til, að vextir af bréfunum verði hækkaðir úr 5% upp í 51/2%, í öðru lagi, að lánstíminn verði ekki eins langur og áður var gert ráð fyrir, hámarkstíminn settur 30 ár í stað 42 ár, og loks í þriðja lagi gerir 5. brtt. á þskj. ráð fyrir því, að lánardrottnum sé ekki skylt að taka þessi skuldabréf með nafnverði til greiðslu á þeim lánum, sem talað er um í 4 liðum í 5. brtt.

Vil ég svo vænta þess, að þetta mál verði afgr. eins og n. leggur til.