03.04.1935
Neðri deild: 44. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í C-deild Alþingistíðinda. (4090)

113. mál, heimild til að kaupa Ás í Kelduneshreppi

Flm. (Gísli Guðmundsson):

Ég þarf ekki að láta mörg orð fylgja þessu frv. og get að mestu látið nægja að vísa til grg. Frv. er flutt samkv. tilmælum hreppsnefndarinnar í Kelduneshreppi, sem eins og sakir standa er eigandi jarðarinnar.

Ég hygg, að við það að kynna sér þau rök, sem grg. flytur, muni hv. þdm. sannfærast um, að það sé rétt, að ríkið eignist þessa jörð og að hér sé um rétt og gott mál að ræða. Ætla ég svo ekki að ræða þetta frekar, en legg til, að málinu verði, að þessari umr. lokinni, vísað til 2. umr. og landbn.