04.03.1935
Neðri deild: 19. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í B-deild Alþingistíðinda. (482)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Garðar Þorsteinsson:

Ég vil leyfa mér að skjóta því til hæstv. fjmrh., hvort þessi tekjuöflunarfrv. fyrir árið 1936 þurfi öll endilega að ganga fram á þessu þingi, þegar vitað er, að fresta á þingi með tilliti til afgreiðslu fjárl. Ég vil spyrja, hvers vegna megi ekki láta tekjuaukafrv. fyrir næsta ár bíða, eins og fjárl. sjálf.