05.05.1936
Sameinað þing: 17. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (110)

1. mál, fjárlög 1937

Forseti (JBald):

Það hefir verið heldur þunn skipað á þingbekkjum hér í kvöld, og má það vera ástæðan til þess, hve tregir hv. þm. h. f. verið til að kveðja sér hljóðs. Enginn af þeim hv. þm., sem hér eru viðstaddir, hefir nú kvatt sér hljóðs, en ég sé mér hinsvegar ekki fært að slíta umr. um fjárl að svo komnu máli, meðan fjöldamargir hv. þm. eiga eftir að mæla, fyrir sínum brtt. En á næsta fundi geta menn ekki treyst því, að eftir þeim verði beðið langan tíma. — Ég mun því taka málið af dagskrá nú.