04.05.1936
Efri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í C-deild Alþingistíðinda. (2223)

60. mál, sauðfjárbaðanir

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Mér skilst, að það, sem ber á milli mín og hv. 1. þm. Eyf., sé það, að hann hafi minni trú á þrifaböðunum heldur en ég. En ég hefi trú á því, að gagn af þrifaböðunum sé mikið, og árlegar þrifabaðanir séu öruggasta ráðið til þess að halda fjárkláðanum í skefjum. Ég verð því að álíta, að árlegar þrifabaðanir í góðum sundþróm séu mjög þýðingarmikið fyrirmæli.

Ég á erfitt með að trúa því, að kostnaður við þetta verði miklu meiri en við forðagæzlu, en sá kostnaður mun víðast vera helmingi lægri en sú upphæð, sem hv. 1. þm. Eyf. nefndi, og jafnvel ekki nema um 100 kr. í hreppi. Auk þess má telja víst, að baðstjórarnir fengju ókeypis að borða á þeim bæjum, þar sem þeir stjórna böðun og aðstoða við hana.

Ég álít, að þetta frv. eigi að samþ. og að það sé til bóta, ef það yrði að lögum.