15.03.1937
Neðri deild: 19. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í B-deild Alþingistíðinda. (147)

13. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég býst ekki við. að við flm. brtt. á þskj. 79 leggjum mikið kapp á að fá hana samþ., en ég vil benda hv. þd. á, að hún er flutt í því augnamiði, þar sem um takmarkað fé er að ræða, 400–500 þús., að það hrökkvi til þess, að hægt verði að gera upp skuldamál þeirra bæjar- og sveitarfélaga, sem sótt hafa um lán og enn hafa ekki fengið afgreiðslu. Ef helmingur þeirra 100 sveitarfélaga, sem ekki hafa gefið sig fram, sækti um lán, og 25 þeirra yrði veitt lán, þá skapaðist misrétti milli þeirra. Hugsunin í okkar brtt. er sú, að féð mundi ná því upphaflega takmarki, að hægt væri að afgreiða þau félög, sem sótt hafa um lán, og eins þau samkv. brtt. hv. 6. landsk., sem gefið hafa sig fram við sjóðsstjórnina, en þegar því takmarki væri fullnægt, væri hætt við, að lítið yrði eftir, og þá væri hætt við, að þetta misrétti kæmi fram, er farið yrði að gera upp á milli þeirra sveitarfélaga, sem bættust við. En um þetta er hv. 6. landsk. náttúrlega kunnugri en við og gæti máske upplýst, hvort líkur væru til, að hægt verði að sinna öllum þeim nýjum umsóknum, sem búast má við.