14.04.1937
Neðri deild: 38. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (2277)

119. mál, byggingar- og landnámssjóður

*Bjarni Ásgeirsson:

Ég skal aðeins gera stutta aths. Það ætti ekki að vera þörf á því að skýra fyrir hv. þm. Borgf. það, sem hvert mannsbarn skilur. Hér er um það að ræða, að Alþingi á að gera upp á milli tveggja stefna. Önnur er sú, að láta byggingar- og landnámssjóði nægja það fé til lánveitinga, sem hann árlega fær úr ríkissjóði, hin stefnan er sú, að láta sjóðinn fa nýtt fé til útlána og nota ríkissjóðsstyrkinn til að greiða vaxtahalla af því. Um þessar tvær stefnur er að ræða, og með þáltill. viljum við fá skýran þingvilja fyrir því, hvora leiðina eigi að velja. Þetta eitt, og ekkert annað, er meining þáltill. Annars eru útúrsnúningar hv. þm. Borgf. og öll hans þvæla um vantraust í sambandi við till. svo barnaleg, að ekki er svaraverð.