23.03.1937
Neðri deild: 25. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (502)

86. mál, alþýðutryggingar

Forseti (JörB):

Ég vil vænta þess, að þó menn greini nokkuð á, hvaða meðferð þetta skuli sæta, þá láti menn ekki þann ágreining ganga út yfir afgreiðslu málsins, þannig að töf verði af.

Ég get fullkomlega viðurkennt það hjá hv. 3. landsk., að það sé eðlilegast, úr því að málinu er vísað til n., að þá sé beðið eftir nál. Nú er þetta að vísu 2. umr., og fyrst lagt er á móti málinu alveg, en ekki lagt til að gera á því breyt., þá er þetta einfaldara. En til þess að gera báðum aðiljum nokkuð til hæfis, mun ég fresta umr. þangað til seinna á fundinum, í þeirri von, að nál. verði þá komið fram.