22.03.1937
Neðri deild: 24. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 241 í B-deild Alþingistíðinda. (580)

56. mál, útflutningur á kjöti

*Pétur Ottesen:

Ég vil í framhaldi af því, sem ég sagði áðan, beina því til hæstv. forseta, ef hann álítur ekki rétt að ákveða upp á sitt eindæmi að gefa mönnum tóm til að athuga nýframkomna brtt., hvort hann vill þá ekki bera það undir hv. d. Ég tel ástæðulaust af hv. flm. frv. að amast við því, að menn fái að athuga þessa brtt. Á því getur ekki á neinn hátt oltið afgreiðsla málsins. Ég skil ekkert í þessari meinbægni hans, að vilja ekki gefa mönnum tækifæri til að setja sig inn í málið áður en gengið er til atkv.