15.12.1937
Neðri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1442)

124. mál, alþýðutryggingar

Frsm. minni hl. (Thor Thors):

Ég hefði óskað þess, að þetta mál fengi svo þinglega meðferð, að það hefði verið tekið fyrir í þeirri n., sem hefir fjallað um málið hér í d. á milli 2. og 3. umr. En þess hefir ekki verið kostur, og virðist því sem þessa máls biði sömu örlög í meðferð þingsins eins og þegar sjálf löggjöfin var sett. Það á að flaustra því af á síðustu dögum þingsins og þess ekki gætt, hvort brtt., sem fram eru bornar og samþykki ná, geti samræmzt löggjöfinni í heild. Slík meðferð verður vitanlega að vera á ábyrgð þeirra, sem einkum beita sér fyrir að knýja málið rannsóknarlaust gegnum þingið.

Minni hl. allshn., hv. 8. landsk. og ég, ber fram við þessa umr. nokkrar brtt. við frv.; við neyddumst til þess, þar sem meiri hl. gat ekki fallizt á okkar dagskrá við 2. umr. Ég vil þá leyfa mér að gera lítilsháttar grein fyrir þessum brtt.

1. brtt. á þskj. 370 er við 10. gr., um það, að þeir menn, sem hafa yfir visst tekjuhámark, skuli eiga kost á að tryggja sig í sjúkrasamlögunum, ef þeir greiða allt að helmingi hærra gjald. Í gr. er svo ákveðið nú, að þeir skuli greiða a. m. k. helmingi hærra iðgjald. Frsm. meiri hl. lét þess getið, að þetta helmingi hærra táknaði 100% hærra. Nú er það svo, að samkv. 35. gr. l. eiga ríki og bæjarfélög að leggja fram 50% af iðgjöldum hinna tryggðu. Ég hefði talið nægilegt, að þessir menn væru látnir standa sjálfir undir sínum tryggingum, þannig að þeir greiddu 50% bærra gjald en aðrir samlagsmenn og að stjórn sjúkrasamlaganna væri gefin heimild til að ákveða, að þeir gætu öðlazt rétt til hlunninda með þessu móti. Þeir yrðu þeim mun verr settir en aðrir, að þeir þyrftu að greiða 50% hærra gjald, og það væri undir stjórn sjúkrasamlagsins komið, hvort hún léti þar við sitja eða hvort hún teldi nauðsynlegt að láta greiða allt að helmingi hærra gjald en aðra. En það er vitanlegt, að ákvæðið um þetta eins og það er nú í l. getur orðið til þess að útiloka þessa menn alveg frá tryggingu.

2. brtt. er við 11. gr., og í sambandi við hana eru í raun og veru líka 3. og 4. brtt., sem miða allar í þá átt að láta það skipulag haldast um stjórn sjúkrasamlaganna, sem löggjafanum þótti í upphafi rétt að hafa. Það var enginn ágreiningur um það, þegar l. voru sett 1935, að framkvæmd sjúkratrygginganna skyldi vera í höndum bæjarstjórnanna. Og ég fann ekki, að við 2. umr. þessa máls kæmu fram neinar frambærilegar ástæður til að breyta þessu. Það er vitað, að eini tilgangurinn með þessu er sá, að koma óréttmætri pólitík inn í þetta mál. Mér er engin launung á því, að þetta ákvæði er sett beinlínis í þeim tilgangi að bola framkvæmd sjúkratrygginganna í hendur jafnaðarmanna í Reykjavik og hafa framkvæmd þeirra þar með ranglega af meiri hl. bæjarstj. í Reykjavík. Það sjá allir, sem vilja líta á málið með skynsemi, að það er ekki til að auka vinsældir málsins að breyta þessu þannig, að láta minni hl. í bæjarfélaginu fá i. hendur framkvæmd þessara mála, heldur verður það einungis til að auka á deilurnar og óvinsældir málefnis, sem er jafnnauðsynlegt að friður sé um. Mig skyldi ekki undra þá, að uppskeran af þessu yrði í hlutfalli við þann höfuðtilgang, sem á bak við liggur. En eigi veldur sá, er varir.

Þá er 5. brtt. við 32. gr. þessa frv. Við höfum að vísu borið fram aðra till. við sömu gr., en þar sem hv. þm. Mýr. og hv. þm. Barð. hafa borið fram samskonar till., þá mun ég athuga undir umr., hvort ekki verði fallið frá okkar till. Ég þarf að ræða það við hæstv. forseta, hvernig málið verður borið upp, áður en við ákveðum það. Við höfum ætlazt til þess, að þau réttindi, sem ákveðin eru í 62. gr. l. til handa einstökum starfsmannastéttum, skyldu haldast. Það er svo samkv. gildandi l., að starfsmenn ríkisins hafa mátt velja um það, hvort þeir vilja vera tryggingarskyldir hjá lífeyrissjóði Íslands eða vera áfram í einstökum tryggingarsjóðum starfsmannastéttanna. Það hafa iðulega komið fram ákveðin tilmæli um að mega njóta þeirra réttinda áfram. Það hafa t. d. tvisvar komið um það tilmæli frá símamannastéttinni, að mega hætta hinni sérstöku tryggingu stéttarinnar, en verða tryggingarskyldir hjá lífeyrissjóðnum. Þetta mál hefir fengið allsæmilegan byr, en ekki náð fram. Ég geri ráð fyrir, að ég þurfi að taka til athugunar ýmsar af brtt. annara hv. þm., en geri það að sjálfsögðu ekki fyrr en þeir hafa mælt fyrir þeim. Ég skal geta þess, að brtt. á þskj. 379 kemur frá allshn. allri.