18.12.1937
Sameinað þing: 16. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í D-deild Alþingistíðinda. (2479)

91. mál, síldarmjöl til fóðurbætis

Bjarni Bjarnason:

Fyrir fjvn. hafa legið tvær till. um svipað efni, báðar snertandi fóðurbætisþörf bænda, önnur frá hv. 10. landsk. þm., en hin frá hv. 1. landsk. þm. N. hefir haft með höndum stórmál landbúnaðarins, þótt önnur en þessi tvö snertu ekki beint óþurrkana, heldur fjárpestina. Í sumar hafði hæstv. stj. gert ráðstafanir til þess, að fóðurmjöl yrði selt bændum við vægasta verði, eða framleiðsluverði. Að þessu athuguðu og af því, að erfitt var fyrir fjvn. að taka afstöðu til þessa máls án umsagnar landbn. beggja deilda, hefir n. sent báðum landbn. málið til athugunar. Ég viðurkenni, að þetta var nokkuð seint gert, en þó ekki svo seint, að landbn. hefðu ekki getað haldið fundi um málið.