14.03.1938
Efri deild: 20. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (1246)

57. mál, eftirlit með skipum

Atvmrh. (Haraldar Guðmundsson):

Þetta frv. er, eins og grg. ber með sér, samið af tilefni þeirrar þáltill., sem afgr. var á seinasta þingi, af 4 mönnum, sem tilnefndir voru af samtökum sjómanna, Alþýðusambandi Íslands, af fulltrúa frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og skipaskoðunarstjóra. Í meginatriðunum lá til grundvallar frv., sem var til umr. á síða9ta þingi og var þá afgr. með rökstuddri dagskrá, ef ég man rétt. Ég tel, að I. um eftirlit með skipum, eins og þau eru nú, séu ekki fullnægjandi. Ég vil .leggja mikla áherzlu á það, að þetta þing skiljist ekki svo við þetta mál, að það gangi ekki frá endurbótum á l. Meginbreyt. í þessu frv. hnígur í þá átt, að gera eftirlitið fyllra og öruggara en það er nú. Það er gert ráð fyrir, að auk eftirlitsmannsins hér í Reykjavík séu skipaðir 4 fastir eftirlitsmenn, sinn í hverjum fjórðungi landsins, auk skoðunarmanns, sem að sjálfsögðu er á hverjum stað. Það er gert ráð fyrir, að skrifstofa skipaskoðunarstjóra hér í Reykjavík verði nokkuð aukin í sambandi við betri stjórn þessara mála og fyllra eftirlit, og jafnframt er gert ráð fyrir. að honum sé bannað að hafa nokkur önnur launuð störf með höndum heldur en þau, sem tilheyra starfi hans eftir l. Ég er sammála hv. n. í því, að starf skipaskoðunarstjóra sé svo umfangsmikið, að það heimti allmikinn tíma, og við það verður að miða launin. Þetta eru meginatriði frv., og ég geri ráð fyrir, að kostnaðurinn sem af þessu leiðir, verði um 14000 kr., ef kostnaðurinn við eftirlitið hækkar úr 18000 kr. upp í 32000 kr. Yfirleitt má segja, að n., sem gekk frá frv., hafi verið sammála um það svo að segja í öllum atriðum, en þó er eitt minni háttar atriði í 7. gr., eins og tekið er fram í grg. frv., sem nm. hafa ekki verið fyllilega sammála um. Brtt. hafa frá hvorugum aðilja verið teknar upp í frv., og má því segja, að n. ynni við frv. eins og það er.

Ég sé ekki ástæðu til að fara frekar út í einstök atriði við þessa umr., en ég mundi verða hv. sjútvn. þakklátur, ef hún vildi fljótlega koma með þær aths., sem hún telur ástæðu til að gera. Frv. er flutt af n., svo að ég sé ekki ástæðu til að óska þess, að því sé vísað til n. aftur, en ég vil gera það að till. minni, að málið gangi til 2. umr.