11.05.1938
Neðri deild: 73. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (1728)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

*Pétur Halldórsson:

Má ég spyrjast fyrir um það, hvort orðið „einkafyrirtæki“ í frv. er ekki notað í annari merkingu en venja er til. Einkafyrirtæki er venjulega notað til aðgreiningar frá opinberum fyrirtækjum. Mér skilst, að þarna sé það notað til aðgreiningar frá félögum.