11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1352 í B-deild Alþingistíðinda. (2009)

28. mál, rekstrarlánafélög

*Bergur Jónsson:

Ég hefi borið fram þrjár litlar brtt. við þetta frv., og er sú fyrsta um að fella burtu orðin „og til heimilisþarfa“ í 2. mgr. 2. gr. Er þetta gert til þess að taka það skýrar fram, að hér er eingöngu um útgerðarfélög að ræða, og í samræmi við það er 2. brtt., um breyt. á orðalagi 6. gr.

Loks er brtt. við 10. gr., þar sem það er tekið fram, að rekstrarlánafélög skuli hafa jafnan rétt og aðrir til lánsfjár til útgerðar hjá Landsbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands, eftir því sem tryggingar standa til, en í brtt. er fellt niður úr gr. ákvæðið um „vöntun reiðufjár“ hjá bönkunum og ákvæðið um það, að ríkisstj. skuli aðstoða bankana til þess að útvega sér lánsfé, því að það er einstakt ákvæði, sem ekki á sér hliðstæðu í annari löggjöf.