11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (2012)

28. mál, rekstrarlánafélög

*Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Út af brtt. á þskj. 572 vil ég taka þetta fram: 1. og 2. brtt. hafa frá mínu sjónarmiði mjög litla þýðingu. Munurinn á frv. eins og það er og eins og það yrði, að þeim samþykktum, er sá einn, að samkvæmt brtt. er einstaklingum í þessum félögum ekki áskilinn réttur til þess að gangast fyrir innflutningi á nauðsynjum til heimila sinna. Nú vil ég lesa yfir því, að þegar ég upphaflega flutti þetta frv. ásamt fleirum hér í þinginu, þá ætlaðist ég ekki til, að þessi félög nytu réttinda fram yfir aðra útgerðarmenn, að því er almennar nauðsynjavörur snertir, heldur var það meiningin, að þessi útgerðarfélög fengju fullkomnari aðstöðu til þess að kaupa allar nauðsynjar til útgerðarinnar á sem allra hagkvæmastan hátt í gegnum þennan félagsskap og þyrftu ekki að hlíta álagningu og aukakostnaði. Öðru máli er að gegna t. d. um matvæli og klæðnað fyrir fjölskyldur þessara manna, og þó að það kynni að vera til þæginda fyrir þá að mega panta slíkt fyrir sig, án þess að þeir hefðu sérstakt verzlunarleyfi, þá sé ég ekki, að þau hlunnindi væru svo mikil, að það styðjist við veruleg rök að veita þau. Öðru máli gegnir um 3. brtt. Ég efast ekki um, að það sé rétt, sem hv. þm. Barð. segir, að hann meini, að hann vilji láta frv. verða að lögum í sem hagkvæmustu formi fyrir þessi rekstrarlánafélög, en við höfum ekki sömu skoðun á því, hvernig þessi núverandi 10. gr. muni verka. mín skoðun var sú, að hún n væri sterkust í því formi, sem hún hefir í frv., þannig að ríkisstj. væri skyld til þess að veita aðstoð við útvegun þessara rekstrarlána, ef nauðsynlegt væri. Hv. þm. Barð. telur hinsvegar, að það muni veikja rétt þessara félaga til rekstrarfjár, að bönkunnm sé þannig gefið undir fótinn — eins og hv. þm. orðaði það — með, að þeir geti skotið sér undir aðstoð ríkisins. Það verður hver að hafa sína skoðun í þessu efni.

Ég mundi að sjálfsögðu greiða atkv. með frv., hvort sem brtt. verður samþ. eða ekki, en ég tel. eins og ég áðan sagði, að frv. sé sterkara í því formi, sem 10. gr. hefir nú, heldur en ef brtt. hv. þm. Barð. yrði samþ.