11.04.1938
Neðri deild: 46. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í C-deild Alþingistíðinda. (2398)

39. mál, efnahagsreikningar

Sigurður Kristjánsson:

Það var náttúrlega ástæða til, vegna ummæla, sem hv. 5. þm. Reykv. hafði hér um sérstaka lánsstofnun, að mótmæla því kröftuglega. Hann dró inn í umr. einstaka menn og nafngreindi þá og bar þá þeim brigzlum, sem hann mun ekki geta rökstutt. En ég skal nú ekki fara út í það.

Út af firrum þessa hv. þm. um töp bankanna, þar á meðal Útvegsbankans, þá vil ég endurtaka það, sem ég áður sagði, að bankarnir hafa ekki, svo að vitað sé, öðru að tapa en stofnfé sínu. Um Landsbankann er það að segja, að hann er talinn eiga sitt stofufé mikið til, en Útvegsbankinn hefir, svo að vitað er, tapað upphaflega hlutafénu, en það var að miklu leyti erlent fé. Orðalag þessa hv. þm. um, að bankarnir hafi tapað milljónum af sparifé þjóðarinnar, á því enga stoð í veruleikanum. — Ég skal ekki orðlengja þetta, en ég vildi aðeins undirstrika það, að þetta frv. getur ekki orðið að l., nema það sé steypt upp, því að það er ekki ein einasta gr. þess, sem getur staðizt, og meira að segja fyrirsögnin er röng. Ég fór í gegnum allar gr. frv. við fyrri hluta þessarar umr. og mun ekki misnota minn tíma til að endurtaka það, sem ég þá sagði, því að ég hefi aðeins leyfi til að gera aths.

Ég mun greiða atkv. með þeirri till., sem boðuð hefir verið, um að vísa málinn til stj.