28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í C-deild Alþingistíðinda. (2457)

71. mál, lóðarnot í Reykjavík

*Jakob Möller:

Ég skal játa, að þessi brtt. hv. flm. er nokkuð í áttina. Samkvæmt byggingarsamþykktinni er, eins og kunnugt er, ekki heimilt að leyfa þá byggingu sem frv. fer fram á, en hinsvegar væri hugsanlegt, að byggingarn. sæi sér fært að veita þetta byggingarleyfi sem undantekningu. Væri skárra að afgreiða málið á þann hátt en með l. frá Alþingi, eins og með frv. er ætlazt til, þar sem það myndi skapa óheppilegt fordæmi. Ég vil því beina því til hv. flm., hvort þeir vilja ekki benda hlutaðeigendum á að leita enn leyfis byggingarn., en fresta á meðan gangi málsins hér í d. Fundur verður í n. á fimmtudaginn, svo að málið gæti aldrei tafizt mikið, enda þótt byggingarn. sæi sér ekki fært að veita undanþáguna.