28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í C-deild Alþingistíðinda. (2534)

77. mál, ríkisborgararéttur

*Flm. (Jón Pálmason):

Þetta litla frv. um breyt. á l. um ríkisborgararétt felur það eitt í sér, að starfsmenn hjá bæjar- og sýslufélögum skuli hafa jafnan rétt til að öðlast ríkisborgararétt hér á landi eins og starfsmenn hjá ríkinu, þ. e. a. s. þegar þeir hafa verið hér á landi 5 ár eða lengur. Það tekur til þeirra manna einna, eins og gefur að skilja, sem eru fagmenn á einhverju sviði. Mér virðist ástæðulaust, að þeir, sem vinna hjá bæjar- eða sýslufélögum, hafi að þessu leyti minni rétt en þeir, sem vinna hjá ríkisstofnunum eða ríkinu sjálfu. Ég vænti því, að hv. þdm. geti fallizt á þessa breyt. eins og hún liggur fyrir.