22.03.1938
Neðri deild: 31. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 208 í D-deild Alþingistíðinda. (2963)

67. mál, gjaldeyri handa innlendri iðju

*Emil Jónsson:

Ég veit það bæði af eigin reynslu og eftir því, sem aðrir hafa sagt mér, að það er mjög erfitt fyrir iðnfyrirtæki að fá þann erlenda gjaldeyri, sem þau þurfa til kaupa á erlendu hráefni. Ég tel því fyllilega eðlilegt, að till. eins og þessi sé fram komin, og þar sem flm. hefir lagt til, að málinu yrði vísað til þeirrar n., sem ég á sæti í, finnst mér ekki ástæða til að fara mörgum orðum um málið að þessu sinni, en vil aðeins geta þess, að ég er á móti því, að till. hv. þm. V.- Húnv. verði samþ., vegna þess að ég álít sjálfsagt, að þingið taki þetta mál til athugunar, ræði það og kynni sér það eins og það á skilið, en vísi því ekki frá eða til ríkisstj. til afgreiðslu.