04.04.1938
Neðri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í B-deild Alþingistíðinda. (524)

93. mál, rannsókn banameina

Flm. (Vilmundur Jónsson):

Með l. þeim, sem hér er farið fram á að breyta lítillega, er heimilað að gera ráðstafanir til þess, að rannsóknir á banameinum sjúklinga fari fram með krufningu, en slíkar rannsóknir eru gerðar til þess að fá úr því skorið áreiðanlega, hvert banameinið er. Það er nauðsynlegt, að dánarvottorð séu nákvæm og áreiðanleg, til þess að hægt sé að komast að sönnum fróðleik um sjúkdóma í landinu og gang þeirra.

Í gildandi l. eru slíkar ráðstafanir sem hér um ræðir aðeins heimilaðar á sjúkrahúsum, er ríkið rekur. En þar sem ýms sjúkrahús önnur eru í landinu. sem tök hafa á að koma við þessum rannsóknum, og nauðsyn ber til að gera sem mest að því að rannsaka sem ýtarlegast banamein sem allra flestra sjúklinga, miðar frv. það, sem hér liggur fyrir, að því, að einnig skuli leyft að gera ráðstafanir til slíkra rannsókna á öðrum sjúkrahúsum en þeim, sem rekin eru af ríkinu. Annað fer þetta frv. ekki fram á. Allshn. stendur einhuga að frv., og vænti ég þá, að enginn ágreiningur verði um það í hv. d. og að því verði nú þegar vísað til 2. umr.