21.11.1939
Neðri deild: 64. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 887 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

48. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Skúli Guðmundsson:

Ég á brtt. við þetta frv. á þskj. 190. Hún snertir aðeins þau skip, sem eru 35 smálestir brúttó eða meira. Ég hefði viljað ganga lengra í takmörkun dragnótaveiða, en vegna þeirrar reynslu, sem fengin er í meðferð þessa máls hér á undanförnum þingum, virðist vonlítið að koma við frekari takmörkun. Með tilliti til þessa hefi ég ekki haft brtt. víðtækari, en vænti, að d. sjái sér fært að samþ. hana.

Ég vil geta þess, að hraðfrystihúsum mun, eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið, ekki stafa nein bætta af þessari till., því að hún mun hafa mjög lítil eða engin áhrif á möguleika þeirra, til þess að fá fisk til hraðfrystingar.