18.12.1939
Efri deild: 87. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1057 í B-deild Alþingistíðinda. (2072)

131. mál, dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o. fl. í Reykjavík

Frsm. (Magnús Gíslason):

Þessi brtt., sem er skriflega borin fram af hálfu allshn., varð eiginlega af vangá útundan, þegar n. afgreiddi brtt. sínar fyrir 2. umr. Þá hafði verið um það rætt, að taka upp sama orðalag og var um þetta í l. frá 1928. Álit n. var, að með þessu væri ekki gerð nein efnisbreyting, heldur aðeins orðabreyting. Því að hundraðsgjöld af því, sem innheimt er, teljast til aukatekna eins og hvað annað. Nú hafa l. staðið 11 ár og framkvæmdin erðið sú, að sumar þessar tekjur hafa runnið til embættismannanna; það mun stafa af þeirri venju, að þegar embættismanni hefir verið veitt embætti með ákveðnum aukatekjum, þá verða þær ekki af honum teknar. — Að öðru leyti þarf ekki umr. um þetta.