03.01.1940
Efri deild: 100. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í C-deild Alþingistíðinda. (2913)

105. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

*Brynjólfur Bjarnason:

Ég hefi nú ekki dagskrána hérna hjá mér, en það er orðalagið í henni, sem mér virðist óljóst, en í henni stendur víst, að allir skuli vera jafnréttháir til trúnaðarstarfa. Þetta er óljóst, og vildi ég gera fyrirspurn um, hvort átt er við trúnaðarstörf innan félaganna eða trúnaðarstörf yfirleitt.