21.04.1939
Sameinað þing: 7. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (3412)

63. mál, tímareikningur

*Flm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti! Við flm. þessarar till. berum hana fram til að fá úr því skorið, hvort vilji Alþingis sé fyrir að nota heimild l. frá 16. febr. 1917 til þess að færa klukkuna fram, sem kallað er. 1. gr. þeirra l. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Ráðuneyti Íslands heimilast að ákveða með reglugerð breytingu á tímareikningi á Íslandi þannig, að klukkan verði færð fram um allt að 1½ klukkustund frá svonefndum íslenzkum meðaltíma, og verði þá 1 klukkustund og 58 mínútum á undan miðtíma Reykjavíkur“.

Við flm. þessarar till. förum ekki fram á, að lagaheimildin verði notuð til fulls, en þó get ég sagt, að ég álít, að það gæti vel komið til álita, ef brtt. kæmi fram í þá átt.

Um ástæðu fyrir þessari till. nægir í sjálfu sér að visa til grg., þó að hún sé að vísu ekki löng. Og þó að við höfum ekki beinlínis tekið fram í grg., þá er auðsætt, og kemur það greinilega fram í nál. um frv. 191 7, að með því að færa klukkuna fram, þá sparast ekki svo litið ljósmeti. Þessar tvær höfuðástæður, sparnaður á ljósmeti og þá ekki síður hitt, að með þessu móti ætti fólk að geta notið betur sólar heldur en með þeim tíma, sem nú er, sýnast vera nægilegar til þess, að Alþingi gæti fallizt á, að klukkan yrði færð fram.

Ég skal svo ekki fjölyrða frekar um þessa till., en vona, að Alþingi taki henni. vel.

*) Stjarna (*) framan við nafn ræðumanns táknar, að ræðan sé prentuð eftir handriti innanþingskrifara, óyfirlesin af ræðumanni.