03.01.1940
Efri deild: 101. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í D-deild Alþingistíðinda. (3581)

172. mál, atvinna við siglingar

*Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Þessi till. fer fram á að skora á ríkisstj. að láta fara fram endurskoðun á l. um atvinnu við siglingar, til þess að grundvöllur fáist undir ákvarðanir um, hvort fært þætti að lækka útgerðarkostnað skipa. Nú liggur þetta mál þannig fyrir, að 1938 sat n. á rökstólum í þeim tilgangi að rannsaka þetta mál. Ég hefi nú fengið upplýsingar, sem ég hygg, að hv. flm. muni ekki kunnugt um, um það, að þessi n., sem skipuð er 5 mönnum, skilaði áliti til fyrrv. ríkisstj. í jan. síðastl. N. klofnaði þannig, að 3 skiluðu sérstöku nál., en 2 nm. aftur öðru áliti. Ríkisstjórnin hefir ekki mér vitanlega séð þetta álit, a. m. k. hefir það ekki komið fyrir mín augu. Það mun hafa verið sent sjútvn. Nd., og þar mun það liggja. Ég mun í tilefni af þessari till. sjá um, að þetta álit verði mér sent. Ég mun svo kynna mér það og þær skoðanir, sem koma fram hjá báðum aðilum. Einnig mun ég taka til athugunar, hvort mér þykir tímabært að leggja fyrir Alþ. einhverjar till. um það, sem þessi þáltill. fjallar um. Ég vænti því þess, að að fengnum þessum upplýsingum þyki hv. flm. till. málinu borgið á þann hátt, sem þeir ætlast til með till.