17.04.1939
Efri deild: 41. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 226 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

42. mál, útsvör

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Hv. 1. þm. N.-M. sagði, að þessu máli lægi ekkert á, vegna þess að þetta ákvæði í l. hefði verið lítið notað gagnvart Austfirðingum. Þetta sannar ekkert annað en það, að hv. þm. er mér sammála um, að þetta ákvæði sé ranglátt. En ég vil spyrja: Hvaða ástæða er til þess að láta þetta ákvæði vofa yfir útgerðarmönnum? Því má ekki afnema það? Ég álít ekki rétt að nota þá þörf, sem er á því að breyta útsvarsl., sem einskonar skálkaskjól til þess að koma frv. fyrir kattarnef. Það er rangt. Ég vil mótmæla því, að hv. Ed. noti það sem skálkaskjól til þess að drepa þetta litla frv. þótt hún sé á einu máli um það, að þörf sé á að endurskoða útsvarsl. í heild.