17.02.1939
Efri deild: 3. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 43 í B-deild Alþingistíðinda. (92)

2. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Eins og tekið er fram í aths. við frv. þetta, hefir verið gerður samningur á milli Íslands og Danmerkur til þess að komast hjá tvísköttun af tekjum og eignum, en það er erfitt að koma samningi þessum á án þess að samræma ákvæði skattalaga okkar að því er þetta snertir við hliðstæð lög nágrannaþjóðanna. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta, þar sem líka n. mun fá málið til athugunar. Legg ég því aðeins til, að frv. verði vísað til fjhn.umr. lokinni.