11.04.1940
Neðri deild: 33. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í B-deild Alþingistíðinda. (1188)

48. mál, eftirlit með sveitarfélögum

Ísleifur Högnason:

Ég vil undirstrika orð hv. síðasta ræðumanns, að í þessu geti ekki aðeins falizt heimild til að veita ótakmarkað fé úr ríkissjóði, heldur einnig að leyfa bæjarstj. að hækka útsvör, vörugjöld o. s. frv. Ég er því þeirrar skoðunar, að nauðsyn se á þessari breytingu, og lýsi yfir stuðningi mínum við brtt.