26.03.1940
Neðri deild: 22. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í B-deild Alþingistíðinda. (717)

76. mál, eftirlit með verksmiðjum og vélum

Thor Thors:

Þetta frv. er borið fram af allshn., samkv. tilmælum hæstv. atvmrh. Þetta er 3. umr., og ég kann því illa, að ekkert orð sé sagt um það fyrir hönd n. Aðalefni þess er að breyta eftirliti með verksmiðjum og vélum í þá átt, að í stað þess, að nú hefir aðeins einn maður þetta eftirlit með höndum, þá sé þessum aðaleftirlitsmanni gefinn kostur á að hafa umboðsmenn í kaupstöðum landsins. Þessir umboðsmenn eiga að annast eftirlitið, hver á sínum stað. Áleit ráðuneytið, að þetta fyrirkomulag sé einfaldara og þægilegra fyrir þá, sem við það eiga að búa, og allshn. er sömu skoðunar. Leggur hún því til, að frv. nái fram að ganga.