04.04.1940
Sameinað þing: 13. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

1. mál, fjárlög 1941

Thor Thors:

Ég á hér tvær litlar brtt. á þskj. 308 og eina orðalagsbreyt. á þskj. 32i, sem ég vildi leyfa mér að fara um nokkrum orðum.

1. brtt. mín er við 13. gr. fjárl., að í stað 6 þús. kr. framlags til hafnarbóta í Stykkishólmi komi 12 þús. kr. Það er ráðgert að gera endurbætur á bryggjunni í Stykkishólmi svo fljótt sem þess er frekast kostur. Bryggjan þar er nú orðin um 30 ára gömul og orðin fúin á köflum, svo að bein hætta er orðin af umferð um hana, og það hafa þegar komið fyrir slys, er hafa orsakazt af þessu. Það er því alveg bráðnauðsynlegt að gera þessar endurbætur, og var byrjað á því á síðastl. sumri, og þá unnið fyrir 20–30 þús. kr., án þess að neitt framlag kæmi á móti frá ríkinu. Þessu verki verður að halda áfram, ef það á að koma að notum, og það minnsta, sem komizt verður af með til þessa verks, er um 60 þús. kr., til þess að það verði að verulegu gagni. Á síðasta Alþ. voru samþ. hafnarl. fyrir Stykkishólm, þar sem ákveðið var, að ríkissjóður skyldi leggja fram 25 hluta af kostnaðinum við hafnargerðina. Eftir því ætti ríkissjóður að leggja til þessa verks, er kostar 60 þús. kr., 24 þús. kr. Mér er ljóst, að eins og fjárhag ríkissjóðs er nú komið, er alveg gersamlega þýðingarlaust að fara fram á svo hátt framlag. Þess vegna læt ég mér nægja vegna aðstæðnanna að fara aðeins fram á 12 þús. kr., eða helming þess fjár, sem ríkissjóður ætti samkv. l. að leggja fram. Fjvn. lagði til, að það yrðu 6 þús. kr., sem varið væri í þessu skyni, en það verður langtum of lítilfjörlegt. Ég tel, að það komi svo að segja að engum notum, ef fjárveitingin verður ekki meiri en þetta. Mér er að vísu ljóst, að ríkið verður að spara fé, ef leggja skal fram fé til nýrra mannvirkja, en hjá þessu verki verður ekki komizt. Ég sé ekki heldur, hvernig Alþ. getur komist framhjá þeirri skyldu, sem það tók sér á hendur á síðasta þingi, þegar hafnari. fyrir Stykkishólm voru sett. vegna allra aðstæðna vil ég vænta þess, að hv. fjvn. sjái sér fært að taka þessa brtt. mína til endanlegrar yfirvegunar og hækka þetta framlag eins og ég hefi lagt til. En sjái n. sér það ekki fært, vil ég vænta þess, að nægilega margir þm. fallist á nauðsyn þess, svo að þessu máli verði borgið.

Önnur brtt. mín á sama þskj. er till. um fjárveiting til hafnargerðar á Hellissandi, að til hafnargerðar þar verði varið 5 þús. kr. Það er búið að leggja fé svo tugum þús. kr. skipta til hafnarbóta á Heilissandi. En fyrir mistök af hendi trúnaðarmanns ríkisins, sem verkið var á hendur falið, er nú svo komið, að þessi hafnarvirki koma ekki nema að mjög litlum notum. og verði þau ekki bætt hið allra bráðasta, má jafnvel búast við því, að ýmislegt af því, sem þegar hefir verið gert, rýrni svo, að það komi að enn minni notum. En eins og kunnugt er, þá er mikill útvegur frá Hellissandi, og þorpsbúar hafa yfirleitt ekki aðra atvinnu til að stunda en sjósókn. En skilyrðið til þess, að sjósóknin geti verið nægileg til þess að sjá fyrir þörfum fólksins, er það, að hafnarskilyrðin séu þannig, að leggja megi aflann á land. verði ekki frekara að gert í þessu máli, er beinlínis hætta á því, að sjósókn falli þarna niður, og munu allir hv. þm. geta gert sér ljóst, hvað þá tekur við fyrir þorpsbúa.

Ég hefi stillt mjög í hóf till. um fjárframlög til míns kjördæmis, þar sem ég á aðeins þessar tvær litlu till. á þskj. 308. Ég geri mér því vonir um, að hv. þm. líti á þessa hófsemi og sanngirni og verði fyrir þá sök enn frekar við þessum till.

Þá er ég hér flm.brtt. á þskj. 327,VI, ásamt hv. þm. S.-Þ. (JJ) og hv. þm. V.- Ísf. (ÁÁ). Það er aðeins breyt. á orðalagi; þessi till. felur ekki í sér neina hækkun frá því, sem ráðgert er á fjárl. Í 15. gr. fjárl. er ætlazt til, að 3 þús. kr. verði varið til þess að efla menningarsamband við vestur-Íslendinga. Eins og hv. þm. er kunnugt, var á síðastl. vetri stofnað hér Þjóðræknisfélag Íslendinga, sem einmitt á að hafa það hlutverk með höndum, að auka og efla menningarsamband milli Íslendinga beggja megin hafsins. Ég tel rétt, að því fé, sem verja á í þessu skyni, verði varið til þessa félags, því að gera má ráð fyrir, að því sé bezt treystandi til að verja þessu fé þannig, að það verði að sem mestu gagni og tilganginum verði sem bezt náð.