26.03.1940
Neðri deild: 22. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í B-deild Alþingistíðinda. (819)

60. mál, bifreiðalög

*Sveinbjörn Högnason:

Ég á hér brtt. á þskj. 153. Ég tók þessa till. aftur við 2. umr. eftir ósk n. Nú flytur n. sjálf brtt. á þskj. 200, en ég er ekki viss um, hvort þau ákvæði, sem felast í minni till., eru tekin upp í þessa till., og vildi ég óska nánari skýringa frá frsm. um það atriði.

Brtt. mín fer fram á það, að ekki sé takmarkalaus skaðabótaskylda sett á þær bifreiðar, sem flytja fólk án endurgjalds. Gildir þetta sérstaklega um vörubifreiðar og einkabifreiðar, vegna þess að ef takmarkalaus skaðabótaskylda hvílir á þessum bifreiðum, þá er hætt við, að eigendur þessara bifreiða hætti gersamlega að flytja farþega, en það kæmi sér mjög illa, sérstaklega fyrir sveitafólk.

Ég er ekki svo vel að mér í þessum málum, að ég geti séð það á brtt. n., hvort það felst í henni, sem ég meina með minni till., en á þessu vildi ég óska nánari skýringa af hv. frsm.