05.04.1940
Sameinað þing: 14. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

1. mál, fjárlög 1941

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Ég flyt till. á þskj. 352 þess efnis, að Skúla Þórðarsyni magister skuli veittar 2400 kr. til þess að semja rit um verzlunarsögu Íslands. Skúli hefir um nokkur undanfarin ár unnið að samningu verks um þetta efni og hlotið úr ríkissjóði Dana nokkurn styrk í þessu skyni. var gert ráð fyrir því, þegar hann hlaut þennan styrk í danska ríkisþinginu, að hann myndi hljóta einhvern styrk hér heima, þar sem efni það, er hér um ræðir, snertir sérstaklega sögu Íslands. Mér er persónulega kunnugt um, að Skúli Þórðarson magister er mjög efnilegur maður og áhugasamur um sína fræðigrein og hefir mikla þekkingu um þetta efni. Ég vildi mega vænta þess, að háttv. Alþ. verði við þeim tilmælum mínum að veita honum þennan styrk, 2400 kr., er, til vara 1600 kr.

Ég skal geta þess, að hver sem kunna að verða örlög þess, að styrkir til skálda og listamanna verði veittir í fjárl. eða með úrskurði menntamálaráðs, teldi ég eðlilegast, að þessi styrkur yrði í fjárl., því að það, sem ætlazt er til, að menntamálaráð úthluti, eru fyrst og fremst styrkir til skálda og listamanna, en ekki fræðimanna eins og Skúla Þórðarsonar. Jafnvel þó svo kunni að skipast í framtiðinni, að ákveðin stofnun hefði með höndum úthlutun styrkja til skálda og listamanna, finnst mér vel geta komið til mála, að einstakir fræðimenn, sem vinna að ákveðnum verkum, njóti sérstaks styrks í fjári. vanti ég, að Alþ. geti verið svipaðrar skoðunar og geti orðið við því að veita þennan litla styrk.