10.05.1941
Efri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 720 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

40. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Í þessu frv., sem komið er frá hv. Nd. og hefur gengið gegnum þá hv. d. ágreiningslaust, er farið fram á að hækka fjárhæðir þær, sem ákveðnar eru í l. um hafnargerð á Skagaströnd, um 1/3, bæði það tillag, sem ríkissjóður leggur til hafnargerðarinnar, og einnig þá fjárhæð, sem hafnarstjórn á Skaga- strönd er heimilað að taka að láni til hafnargerðarinnar.

Sjútvn. fellst á, að þau rök, sem færð eru fyrir þessu í grg. fyrir frv., séu í alla staði rétt og að það eigi að standa við það, sem með þessum 1. var upphaflega ætlað, að koma upp skipahöfn á Skagaströnd, og að þá sé óhjákvæmilegt að auka fjárhæðina a. m. k. um þetta. N. leggur því til, að frv. verði samþ.