24.05.1941
Efri deild: 67. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (2609)

157. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Frsm. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti! Ég vildi taka undir þá ósk hæstv. forseta, að þetta mál gæti gengið gegnum þessa umr. án verulegrar tafar.

Þegar ég í gær, f. h. meiri hl. sjútvn., bað hæstv. forseta um að taka málið þá út af dagskrá, var það vegna þess, að þá stóðu yfir fundir og a. n. l. samningar við hæstv. ríkisstj. um víðtækari breyt. bæði á þessum 1. og 1. um stríðstryggingu íslenzkra sjómanna, sem verið er að vinna að í hv. Nd. Við höfðum vonað, að það starf, sem vinna þurfti í þessum málum, mundi ganga þannig, að við hefðum brtt. tilbúnar á þessum fundi, og það eru þær að vísu, og málið er að því leyti til það lengra komið, að í staðinn fyrir meiri hl. sjútvn. stendur nú öll sjútvn. að breyt. á 1., sem við höfum nú tilbúnar í handriti, en eigum eftir að bera þær undir samþykki hæstv. ríkisstj. Þessar brtt. skal ég ekki gera að umtalsefni við þetta tækifæri. En þær munu að öllu forfallalausu verða tilbúnar fyrir næsta fund í þessari hv. d. Og til þess að tefja ekki málið, er sjálfsagt réttast að láta það ganga svo sem er til 3. umr., og brtt. verða þá handbærar þegar þar að kemur.