12.03.1941
Neðri deild: 16. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

6. mál, happadrætti

Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Ég vildi aðeins leiðrétta það hjá hv. þm. N. Þ., að það er ekki rétt, sem hann hafði eftir mér, að ég hefði sagt, að það, sem farið hefði fram úr áætlun, hefði eingöngu verið vegna verðhækkunar. Ég sagði, að það væri vegna þess, að byggingunni var hraðað svo mjög, þegar fyrirsjáanlegt var, að dýrtíð mundi aukast. Það verður vitanlega miklu dýrara að byggja, þegar þarf að hraða byggingu svo mjög, bæði hvað vinnukraft snertir og margt fleira, sem kemur til greina, þegar þannig stendur á.