24.05.1941
Neðri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í B-deild Alþingistíðinda. (863)

7. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Sveinbjörn Högnason:

Ég vil eindregið mótmæla þessari málsmeðferð, að till., sem kemur svona seint fram, sé tekin á dagskrá, þar sem um svo mikilsvert mál er að ræða sem þetta. Ég legg því til, að málið sé tekið af dagskrá að þessu sinni, svo að n. geti athugað brtt. Það er ekki hægt að afgreiða málið út úr hv. d. með þessum hætti, að hv. þm. sé ekki gefinn kostur á að athuga brtt.