19.11.1941
Efri deild: 24. fundur, 58. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

Starfslok deilda

forseti (EÁrna) :

Þetta er síðasti fundur deildarinnar að þessu sinni. Með því að ekki hefur unnizt tími til að ganga frá fundargerðum síðustu funda, vænti ég, að mér ásamt skrifara verði falið að undirskrifa þær, þegar þær liggja fyrir, utan fundar, og mun líta svo á, að deildin fallizt á að, ef enginn mælir því í gegn.

Um leið og ég slít þessum fundi, þakka ég öllum hv. dm. samstarfið á þessu þingi, sem hefur verið mér, eins og fyrrum, mjög ánægjulegt. Ég óska þess, að þeir hv. dm., sem búa utan Reykjavíkur, fái góða ferð heim og heimkomu. Ég óska þess einnig, að við mættum hér allir heilir hittast á næsta þingi.