01.04.1942
Efri deild: 26. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (1197)

50. mál, aðstoðarlæknar héraðslækna

Sigurjón Á. Ólafsson:

Það hefur orðið samkomulag á milli okkar tveggja, sem hér erum mættir úr allshn., að beita þeirri aðferð, sem hæstv. forseti talaði um. Og færi svo, að hv. þd. vildi fresta málinu, viljum við, að málið verði 1. eða 2. mál á dagskrá fyrsta fundardaginn eftir páskana. Úr því sem komið er viljum við jafnvel, að hv. d. skeri úr þessu.