22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í D-deild Alþingistíðinda. (1241)

149. mál, lífeyrissjóður embættismanna og lífeyrissjóður barnakennara

Flm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti ! Við þrír þm. höfum leyft okkur að bera fram þessa till. til þál., sem er um endurskoðun á lífeyrissjóðum embættismanna og barnakennara. Í grg., sem fylgir till., er þetta ýtarlega rakið. Þeir, sem á bak við þetta standa, eru hlutaðeigandi starfsmenn allir sem einn. Gert er ráð fyrir, að ríkið láti fara fram endurskoðun á l. um þetta efni og leggi síðan fram frv. um það. Ég geri ekki ráð fyrir, að þessi endurskoðun hafi mikinn kostnað í för með sér, og vænti ég þess, að till. þessi steyti ekki um neina hindrun hér á hv. Alþ. g nái fram að ganga óbreytt. Ég sé ekki ástæðu til að fara út í einstök atriði, en allt mælir með því, að lífeyrissjóðir þessir verði endurskoðaði: hið fyrsta.