17.04.1942
Neðri deild: 37. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í B-deild Alþingistíðinda. (1407)

69. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Haraldur Guðmundsson:

Það voru 3 atriði í ræðu hv. frsm. fjhn., sem mig langar til að svara. Hann sagði , að tekjur þess félags, sem ég tek sem dæmi í sambandi við útreikning minn í fyrri ræðu minni, þyrftu ekki að hækka nema um 200 þús. kr., til þess að þetta „ræki sig upp undir“. Þetta er alveg rétt hjá hv. þm. Tekjur félagsins þyrftu ekki að vera nema 800–900 þús. kr. til þess að þetta „ræki sig upp undir“, þ.e.a.s. að þá þyrfti ef til vill að greiða úr varasjóðum. Félag sem hefur 900 þús. kr. í árstekjur, þarf að greiða í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt samtals 440 þús. kr., og 400 þús. kr. leggur það í varasjóð. Þá eru eftir um 60 þús. kr., sem lagt yrði á. Ég hygg, að jafnvel á þeim veltiárum, sem nú eru, verði að tekja hreina tekjur sem fara yfir 900 þús. kr., til hreinnar undantekningar. Og þegar þess er gætt, að búið er að tryggja þessum félögum skattfrjálsar 360 þús. kr. til að leggja í varasjóð, er ekki mikil hætta fyrir þau, þó að þau þurfi að greiða skatt úr varasjóðnum. En það fer að sjálfsögðu eftir því, hvernig tekjurnar verða næsta ár á eftir, því að skatturinn er greiddur af tekjum þessa árs.

Hv. þm. sagði, að samkv. gildandi l. bæru miklir örðugleikar á að gefa úrskurð um, hvaða ráðstafanir eigi að gera viðvíkjandi rekstri félaganna. ég vildi aðeins bæta við, að að sjálfsögðu eru til þær sömu heimildir í þessum efnum eins og að öðru leyti í sambandi við skattal. En eðlilega eru miklir erfiðleikar á framkvæmdinni, hvað þetta atriði snertir, og það skal ekki standa á mér ef n. eftir nánari athugun vildi gera orðabreyt. á þessum lið.

Hv. þm. sagði, að það bæri ekki rétt hjá mér, að eignamat skattan. á hlutabréfum bæri miðað við arðsútborganir af bréfunum, ef arðsútborganirnar væru í ósamræmi við efnahag félagsins. Þetta er sennilega rétt hjá hv. þm. En ég hygg, að í flestum tilfellum miði skattan. við arðsútborganir, nema ástæða sé til að ætla að um óeðlilega háan arð sé að ræða.

Ég mun svo ekki hafa orð mín fleiri að sinni.