13.05.1942
Neðri deild: 57. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 901 í B-deild Alþingistíðinda. (2434)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Þá er það náttúrlega alveg rangt með farið hjá hv. þm. V.-Ísf., þegar hann vill enn á ný halda fram, að ekki þurfi að fara fram nema tvennar alþingiskosningar. Og mér er alveg sama, undir hvaða lögfræðing hann hefur borið þetta, því að það stendur alveg skýrt í brtt. meiri hl. n., með leyfi hæstv. forseta:

„Almennar kosningar til Alþ. skulu fara fram, þegar stjórnskipunarl. þessi hafa öðlazt gildi.“ Þegar búið er að rjúfa þing til kosninga, hvernig er þá hægt að samþ. nýja stjskrbreyt.? Það er mér fullkomin ráðgáta. Það er öllum augljóst mál, sem hafa heilbrigða skynsemi og nota hana, að það er ekki hægt fyrir sama Alþ. samþ. brtt. á stjskr. og samþ. hana svo breytta og svo taka upp nýjar breyt., því að þá er verið að gera ónýta þá fyrri atkvgr. hjá því sama Alþ. Ef þannig á að koma fram breyt. á stjskr. og í það horf, sem hæfir nú um stjórnarfyrirkomulag í landinu, er bersýnilegt, að ef það er ekki gert á. þessu þingi, þá þarf tvennar kosningar að auki. En hér munu þau reykský, sem hv. þm. V.- Ísf. talaði um, eiga að koma að haldi.

Hv. þm. V.- Ísf. minntist enn fremur á það, að ég virtist hafa kristindóminn í sérstöku hólfi og stjórnmálin annars staðar og væri skilrúm á milli. Veit ég ekki gerla, hvað hv. þm. á við, en get sagt honum það; að ég er ekki vanur að flíka með kristindóm minn í sambandi við stjórnmál eða annað, sem ég fæst við, og ég hef fyrirlitningu á atferli þeirra manna, sem kappkosta að hafa á sér yfirskyn guðhræðslunnar í þeim efnum. Ég álít trúarbrögð hvers manns „prívat“mál og eigi ekki að vera að reyna að draga fram kristindóminn til þess að styrkja mál, sem er allt annars eðlis eða fjallar ekki um þau mál.

Hv. þm. sagði, að Alþfl. virti rétt bænda, hvað afurðaverð snerti, ekki síður en Framsfl. Sannleikurinn er sá, að í hvert sinn, sem hefur þurft að breyta verði bændum í hag, hefur Alþfl. lagzt á móti því. Það þarf ekki annað en að líta á blað flokksins til að sanna það, að þeir hafa gert úlfaþyt í hvert sinn. Það var að vísu einu sinni, sem Alþfl. léði bændum stuðning í afurðasölumáli. Það var árið 1933. Hv. þm. var þá forsrh. Framsfl. og var boðið að mynda stj. með Alþfl. til þess að koma þessu áfram, en hv. þm. hafði þá ekki lyst á að koma svo nálægt Alþfl.

Hv. þm. spurði með nokkru yfirlæti í fyrri ræðu sinni, hvort ég héldi, að það væri nóg, að Framsfl. héldi báðum þingsætum í tvímenningskjördæmum, til þess að tryggja aðflutninga. Ég segi, að sú breyt., sem verið er að gera nú, stefni þessu öllu í hættu, sundri átökum þjóðarinnar og veiki stjórnarfarið. Engin breyt, á stjórnskipunari. landsins getur bjargað þjóðinni út úr því.

Hv. þm. V.- Ísf. og hv. 4. þm. Reykv. vildu halda því fram, að málefni Rvíkur hefðu mætt andúð á Alþ. Þeir nefndu ekkert til nema húsmæðraskóla í Rvík. Þeir geta flett upp bókum þingsins og séð, að þetta mál er afgreitt með shlj. atkv. í þessari hv. þingd.

Hv. þm. V.-Ísf. spurði, af hverju Framsfl. væri í andstöðu, ef hann hefði engra sérhagsmuna að gæta. Hugsar þm. sjálfur þannig? Eins og ég er búinn að taka fram, er ekki um nein sérréttindi Framsfl. að ræða nema réttindi dreifbýlisins. Nú segja andstæðingar okkar, að þeim detti ekki í hug að níðast á þeim hagsmunum. Hvar eru þá sérréttindin? Þeir segja, að það sé ekkert misrétti á milli flokka, þó að misskipt sé í kjördæmum um atkvmagn, því að allir flokkar séu jafnt á vegi staddir um að fá þar atkv. En fólkið treystir einum flokki betur en öðrum. Andstæðingar okkar vilja segja: „Kjósendur skulu styðja okkur, hvort sem þeir vilja eða ekki. Hv. þm. A.- Húnv. kvað hafa lýst yfir því, að hann væri ákaflega ánægður. slíkir þm. eru þægir eins og rakkar, en fjöldi kjósenda úti nm allt land vill bara ekki líta við þeim.

Ég vil segja hv. 7. landsk. þm., að þó að hann sé kominn hér á þing á atkv. Eyfirðinga, er honum líka veittur minni hl. úr Rangárvallasýslu. Þá get ég fullyrt, að þeir kjósendur hefðu fremur kosið mig eða samþm. minn en hann, ef hann hefði verið þar í kjöri. En hann fer með umboðið að nokkru leyti. Þessu fyrirkomulagi vilja menn koma á hér.

Hv. 4. þm. Reykv. sagði, að nú gæti 1/4 hluti kjósenda með meiri hl. valdi. Ég veit ekki, hvort það er rétt, en ég veit, að ef það er hægt með 1/4 hluta nú, er það hægt með 1/5 hluta, eftir að breyt. er orðin.

Hv. 4. þm. Reykv. lýsti yfir því, að hann hefði í kosningunum 1937 hvatt sína menn til að kjósa Framsfl. Ef ég ætti undir því, mundi ég biðja hann opinberlega um að leggja fyrir sína menn að kjósa mig ekki. Það mundi hjálpa mér bezt. Hver einasti framsóknarmaður hefur skömm á flokki hans.

Þá sagði hv. þm. A.-Húnv., að það gæti verið, að Sjálfstfl. hefði tapað atkv. í sveitakjördæm um upp á síðkastið, en það vær í af því, að hann væri svo saklaus. Margt er hægt að bera fram á Alþ. Skyldi okkur þm. nokkru sinni hafa rekið harðvítugri áróður en hann? Í sínu kjördæmi hef ég ekki þekkt öllu harðari áróður en af hendi Sjálfstfl., en það hefur bara verkað öfugt við tilganginn.

Hv. þm. A.- Húnv. neitaði því, að fylgismenn þessa máls hefðu í huga frekari breyt. á stjórnskipunarl. en hér liggur fyrir. Hvorum á að trúa betur, honum eða hv. 5. þm. Reykv.? Ég verð að segja það af reynslu, að ég trúi hv. 5. þm. Reykv. betur.

Það er svo margt, sem ástæða væri til að rekja, en það er orðið áliðið nætur. Ég öfunda ekki þá, sem að þessu máli standa. Ég hygg, að ánægja þeirra verði beiskju blandin, áður en lýkur. Hv. þm. A.- Húnv. hafði sagt, að það hefði munað 100 atkv., að þeir féllu báðir í síðustu kosningum, hann og hv. þm. V.-Sk. Samþykkt þessa máls mun afnema þau 100 atkv. og miklu fleiri. Þjóðin er vitrari en þessir hv. þm.