24.02.1942
Neðri deild: 4. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í B-deild Alþingistíðinda. (641)

6. mál, hafnarlög fyrir Akranes

Flm. (Pétur Ottesen):

Það er um þetta frv. að segja, að það er flutt eingöngu af því, að Ytri-Akraneshreppur hefur nú fengið bæjarréttindi. Það er aðeins orðabreyt., sem í frv. felst frá því, sem er í l., að því viðbættu, að felld er niður sú íhlutun, sem sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu hafði um skipun hafnarnefndar, af því að hún hafði gengið í ábyrgð út af láni til hafnargerðarinnar. Nú hefur í fjárskiptum verið samið um ábyrgðina, svo að hún hverfur yfir á bæjarfél.

Ef ástæða þykir til að vísa málinu til n., legg ég til, að því verði vísað til sjútvn.