19.08.1942
Efri deild: 10. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (115)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Ég heyrði aðeins í það, að hv. þm. Str. var að tala um skattadómara, og skildist mér, að hann væri að réttlæta þau ummæli sín í nál., að skattal. væru ekki framkvæmd heiðarlega. Ef það hefði komið í ljós, að skattadómari hefði nóg verkefni, þá hefði ég skipað hann. En það hafa ekki komið tilmæli frá einni einustu skattan. um skattadómara, því að verksvið skattadómara er í l. þannig, að hann getur ekkert frekar gert en n. sjálfar. Ef skattan. hefðu kallað eftir því, hefði fjmrn. skipað hann.