17.08.1942
Sameinað þing: 5. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í D-deild Alþingistíðinda. (1178)

16. mál, brúargerð á Svelgsá

Flm. (Bjarni Bjarnason) :

Herra forseti. Þessi till. mín er liður í sömu keðju og þær, sem Ég gat um áðan. Hún er um brú á Svelgsá í Helgafellssveit á veginum frá Stykkishólmi til Skógarstrandar. Er þegar búið að leggja veginn báðum megin við ána, en brúna vantar, og hefur svo verið í nokkur ár, að orðið hefur að afferma bíla, sem koma að ánni, og flytja svo farminn á öðrum vögnum það, sem eftir var leiðarinnar. Ég get ekki horft upp á slíkt, án þess að gera till. um, að úr því verði bætt. Ef brúin kemur, lengist mjög vegur sá, sem hægt er að fara á bifreiðum. Vona ég, að hv. þm. taki till. vel. Legg ég svo til, að henni sé vísað til fjvn.