20.08.1942
Efri deild: 11. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í B-deild Alþingistíðinda. (150)

7. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Gísli Jónsson:

Herra forseti! Með því að þetta er alveg nýtt í l., vildi ég gera fyrirspurn til hv. 9. landsk. (SÁÓ) og annarra þm., sem hafa rætt um þetta mál og eru með till., hvort þeir hafi athugað, hvaða fordæmi er verið að skapa með þessari till. Það kann að vera, að það skapa einhvern tíma það ástand, að atvinnurekendur telji sér þörf á að segja upp samningum til þess að lækka kaupið. Mundu þessir aðilar þá hafa viljað skapa það fordæmi, að Alþ. gæti gripið inn í og það sé hægt að segja upp samningum, sem þá væru til hagsbóta fyrir verkamenn, og væri þá unnið þeim í óhag, sem nú er verið að vitna í. Ég vildi aðeins benda á þetta. Mér er hins vegar ljóst, að eins og verkalýðsmálunum er nú komið í landinu, muni ekki vera mikil hætta á því, að verkamennirnir fái ekki kröfum sínum framgengt, eins og þeir hafa fengið, þrátt fyrir gerðardóminn.