27.08.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Pétur Ottesen:

Mér er skýrt svo frá, að hv. 1. þm. S.-M. hafi gert hér fyrirspurn til fjvn. um þáltill. um strandferðir, sem til þessarar n. var vísað. Ég get skýrt hv. þm. frá því, að till. hefur verið rædd og síðast í dag á fundi n., og hefur n. boðað á sinn fund forstjóra Skipaútgerðar ríkisins og þann ráðh., sem þetta mál heyrir undir, og rætt þetta við þá. N. er ekki búin að gera ályktun um málið, en hefur aflað sér þeirra gagna, sem hún telur nauðsynleg til undirbúnings og afgreiðslu till.