20.08.1942
Sameinað þing: 6. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í D-deild Alþingistíðinda. (864)

2. mál, söluverð á síldarmjöli til fóðurbætis

Finnur Jónsson:

Ég get raunar verið hæstv. atvmrh. þakklátur fyrir að hafa tekið af mér ómak og útskýrt brtt. mína. Það er vitanlegt, að hið almenna markaðsverð þarf ekki endilega að vera samningsverð, heldur verð á opinberum markaði. Þeir, sem annars hafa fengizt við sölu síldarmjöls, vita vel, að jafnan er hægt að vita, hvert er markaðsverð þess.

Ég vildi mælast til þess við hæstv. stj., að hún endurskoði ákvarðanir sínar um þetta.