19.03.1943
Neðri deild: 79. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Jóhann Jósefsson:

Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. viðskmrh. í fyrsta lagi að því, hvort honum er ljóst, að hve miklu leyti sé farið að bera á því, að ýmsar vörur, sem áður fengust á markaði vestan hafs, fáist nú tregar eða alls ekki. Í öðru lagi: Hefur hæstv. ráðh. gert nokkrar ráðstafanir til þess, að hið nýja viðskiptaráð hagi störfum sínum þannig, að Íslendingum skapist sem minnst óþægindi af þeirri vöntun á ýmsum vörum, sem ég veit, að er farin að gera vart við sig á Ameríkumarkaði, og af þeirri tregðu, sem nú er á því að fá keyptar og fluttar vörur frá Ameríku?