18.12.1942
Efri deild: 19. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í B-deild Alþingistíðinda. (1305)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil leiðrétta misskilning, sem fram kom hjá hv. þm. Str. Ég minntist ekki á, hvor t hann byggi í ráðherrabústaðnum eða ekki, heldur aðeins, að eftirmaður hans hefði ekki búið þar, en það sanni, að hægt sé að vera forsrh. án þess að búa þar.

Mér finnst þetta mál þess virði, að það sé vel athugað, og ætti n. að leita upplýsinga hjá húsameistara ríkisins um, hvort hægt sé að samrýma hinar ýmsu till. í málinu. Þó að hv. þm. Str. búi þar nú, gæti hann látið eitthvað af húsinu til þm., án þess að flytja úr því.