02.12.1942
Efri deild: 7. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 911 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

12. mál, orlof

Gísli Jónsson:

Herra forseti: Vegna þeirrar minningarathafnar, sem nú á að hefjast, skal ég vera stuttorður og aðeins taka fram, að ég mun geyma mér rétt til að ræða sérstakar gr. frv., þar til það kemur úr n. Það er 1., 4. og 16. gr., sem mér skilst, að þurfi að athuga nánar en gert hefur verið. Ég vil einnig leyfa mér að minna á, að á sumarþinginu benti ég á í sambandi við þetta frv., hvort ekki væri hægt að tryggja, að sérstakar stéttir, sem ekki er minnzt á í frv., fengju einnig orlof, en hv. flm, hafa ekki séð sér fært að fella það inn í frv., því að mér sýnist frv. óbreytt frá því á síðasta þingi. Ég vil mælast til þess, að n. sú, sem fær frv., taki þetta einnig til athugunar.

Að öðru leyti geymi ég mér rétt til að ræða þetta frv. þar til síðar.